Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16.8.2022 11:17
Eldri kona drepin af krókódíl Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island. 16.8.2022 10:40
Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. 16.8.2022 09:28
GameTíví snýr aftur Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það verður margt um að vera hjá þeim og meðal annars rosaleg keppni þeirra á milli. 15.8.2022 19:31
Katrín hleypur fyrir Alzheimer-samtökin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og hleypur hún fyrir Alzheimer-samtökin. Innblásturinn segir Katrín sækja til Magnúsar Karls Magnússonar og Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sem hefi opnað augu margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum. 14.8.2022 15:40
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14.8.2022 14:58
Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju. 14.8.2022 13:46
Reyndi að komast á skemmtistað með hníf og hnúajárn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning frá dyravörðum um mann sem vara að reyna að komast inn á skemmtistað í miðbænum. Maðurinn var með hníf og hnúajárn. 14.8.2022 12:06
Börn tróðust undir er eldur kom upp í kirkju Minnst 41 lét lífið og fjórtán eru slasaðir eftir að eldur kom upp í kirkju nærri Kaíró í Egyptalandi í morgun. Eldsupptök eru ekki ljós en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og borist hratt um kirkjuna. 14.8.2022 11:35
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14.8.2022 10:41