Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi

Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. 

Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir

Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi.

Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni.

Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart

Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb.

Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni

Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum.

Sprella með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld.

Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra

Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda.

Stunda sjórán í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það fyrsta sem þeir ætla að gera er að valda usla á höfunum sjö.

Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum

Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga.

Sjá meira