Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Musk má nota yf­ir­lýs­ing­ar upp­ljóstr­ar­ans gegn Twitt­er

Auðjöfurinn Elon Musk má breyta lögsókn sinni gegn Twitter og nota uppljóstranir fyrrverandi öryggisstjóra fyrirtækisins. Þetta ákvað dómari sem er með málið á sínu borði í dag en hann neitaði beiðni Musks um að aðalmeðferð málsins yrði frestað frá október til nóvember.

Ógna birgðalínum Rússa í austri

Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa.

Leggja vinskapinn að veði í Shift Happens

Stelpurnar í Queens ætla að leggja vinskapinn að veði í streymi kvöldsins og spila leikinn Shift Happens. Í þeim leik þurfa tveir spilarar að taka höndum saman til að leysa þrautir.

Sækja líka fram gegn Rússum í norðri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs.

Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi

Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump.

Fundu líkamsleifar í Eystrasalti

Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið.

Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum

Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri.

Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum

Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir.

Otaði hnífi að fólki á veitingastað um miðjan dag

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir mann hafa verið handtekinn um miðjan dag í gær eftir að hann otaði hnífi að fólki á veitingastað á Akureyri. Hann er sagður hafa otað hnífnum að starfsfólki og viðskiptavinum og haft í hótunum við lögregluþjóna.

Lögreglan lýsir eftir jeppling

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Kia Sportage jeppling. Bíllinn er árgerð 2019 og með númerið UL-G00.

Sjá meira