Minnst 45 látnir vegna óveðurs á Filippseyjum Minnst 45 eru látnir og sextíu er saknað eftir skyndiflóð og aurskriður sunnanverðum á Filippseyjum í kjölfar gífurlegrar rigningar. Yfirvöld sögðu í fyrstu að minnst 72 hefðu látið lífið en lækkuðu töluna fljótt. 29.10.2022 08:05
Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. 29.10.2022 07:33
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28.10.2022 17:01
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28.10.2022 15:40
Óli Jóels spilar nýja Call of Duty Nýr Call of Duty leikur lítur formlega dagsins ljós í dag og er það Modern Warfare 2. Af því tilefni ætlar Óli Jóels úr GameTíví að vera með sérstakt COD-streymi. 28.10.2022 15:30
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28.10.2022 13:23
Segja mögulegt að skjóta niður bandaríska gervihnetti Rússar segjast mögulega geta skotið niður gervihnetti Bandaríkjanna sem notaðir eru til að afla upplýsinga fyrir Úkraínumenn eða hjálpa þeim að öðru leyti. 28.10.2022 12:27
Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst. 28.10.2022 09:18
Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. 27.10.2022 21:53
Gestagangur í hrekkjavökustreymi Marín í Gameverunni ætlar að taka á móti góðum gestum í streymi kvöldins. Það mun bera keim hrekkjavöku og mun hún einnig taka hræðileg hryllingsspilerí í búningum. 27.10.2022 20:30