Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. 22.1.2023 14:29
Bein útsending: Minnast þeirra sem létu lífið í krapaflóðunum Fjörutíu ár eru liðin frá því tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð svo fjögur létust og nítján hús skemmdust. Haldin er minningarathöfn um þau sem létust en athöfnin er sýnd í beinni útsendingu. 22.1.2023 13:47
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22.1.2023 13:04
Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. 22.1.2023 12:02
Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. 22.1.2023 11:00
Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana. 22.1.2023 09:45
Uppruni Íslendinga, umfjöllun um konur og glærumálið Farið verður um víðan völl á Sprengisandi í dag, eins og svo oft áður. Þátturinn byrjar á því að Kristján Kristjánsson ræðir við Dr. Helga Þorláksson, fyrrv. próf. við HÍ í sagnfræði. Umræðuefnið er framhald á viðtal við Gísla Sigurðsson í síðustu viku um uppruna Íslendinga og kenningar þar um. 22.1.2023 09:32
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22.1.2023 08:33
Réðst á leigubílsstjóra og rændi bílnum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra og rænt bíl hans. Leigubílstjórinn óskaði eftir aðstoð í nótt og sagði að farþegi hefði ráðist á sig og náð að reka sig úr bílnum. Farþeginn hafi í kjölfarið ekið á brott á leigubílnum. 22.1.2023 07:24
Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21.1.2023 22:30