Föruneyti Pingsins: Barist til bjargar Baldur's Gate Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3. 4.10.2023 19:31
Nota lífsýni til að bera kennsl á lík Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim. 4.10.2023 15:56
Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. 4.10.2023 15:32
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. 4.10.2023 13:32
Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. 4.10.2023 10:49
Stefna á verðhækkun hjá Netflix Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku. 4.10.2023 09:11
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3.10.2023 15:30
Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3.10.2023 14:08
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3.10.2023 11:47
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3.10.2023 10:06