Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúar í Grindavík lýsa erfiðri nótt og einhverjir pökkuðu jafnvel í töskur. Bláa lóninu var lokað eftir mikla og tíða skjálftavirkni á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við til Grindavíkur og ræðum við íbúa. Þá kíkjum við á Svartsengi þar sem undirbúningur varnargarða er hafinn og ræðum við ferðamenn sem hugðust fara í Bláa lónið.

Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu.

Fyrsta stikla GTA 6 væntan­leg í desem­ber

Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út.

Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp

Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt saman í dag um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Dó þeg­ar af­mæl­is­gjöf­in sprakk

Aðstoðarmaður yfirmanns herafla Úkraínu dó í gær þegar handsprengja sem hann fékk í afmælisgjöf sprakk. Þrettán ára sonur mannsins, sem hét Gennadiy Chastyakov og var majór, særðist alvarlega en fyrst var talið að um banatilræði hefði verið að ræða.

Segir engan hafa staðið í vegi rann­sóknar á Hunter Biden

David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér.

Sjá meira