Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Miklar sviptingar í Sýr­landi

Stjórnarher Sýrlands og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa í dag og um helgina rekið sýrlenska Kúrda (SDF) og bandamenn þeirra á brott frá stórum svæðum í austurhluta Sýrlands. Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í borginni Raqqa og er herinn sagður hafa náð mikilvægum olíulindum í austurhluta landsins.

Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Banda­ríkjunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn.

Greipur telur Trump hafa ruglast á Græn­landi og Ís­landi

Grínistinn Greipur telur nokkuð víst að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ruglast á Grænlandi og Íslandi. Hann vilji ekki í rauninni eignast Grænland heldur Íslands vegna þess hvernig víkingarnir nefndu löndin til að gabba fólki.

Hundruð her­manna í við­bragðs­stöðu vegna Minnesota

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað.

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Segir þúsundir hafa dáið á grimmi­legan máta

Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman.

Ítalir lögðu hald á skip frá Rúss­landi

Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Enn deilt um Epstein-skjölin: Dóms­mála­ráðu­neytið segir dómara ekki mega skipa ó­háðan eftir­lits­aðila

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður.

Sjá meira