Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi. 23.1.2025 14:57
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23.1.2025 12:14
Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar. 23.1.2025 10:50
Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. 23.1.2025 09:06
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23.1.2025 08:02
Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. 22.1.2025 14:31
Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Umfangsmikið óveður sem leitt hefur til metsnjókomu í suðausturhluta Bandaríkjanna olli þar miklum usla. Loka þurfti flugvöllum, skólum og opinberum stofnunum víða um Texas, Flórída, Georgíu, Louisiana og víðar. 22.1.2025 13:23
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22.1.2025 11:32
Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. 22.1.2025 10:47
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21.1.2025 16:19