Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir. 13.4.2025 15:29
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13.4.2025 12:02
Vara við norðan hríð í kvöld Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex. 13.4.2025 10:00
Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 13.4.2025 09:31
Handtekin vegna andláts föður síns Kona sem grunuð er um að hafa orðið föður sínum að bana var úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Hún var handtekin í heimahúsi mannsins eftir að tilkynning barst um meðvitundarlausan mann. 13.4.2025 09:11
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13.4.2025 09:00
Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. 13.4.2025 08:00
Þrjú innbrot í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og í nótt tilkynningar um þrjú innbrot í verslanir í miðbæ Reykjavíkur. Sökudólgurinn, eða dólgarnir, eru ekki fundnir og veit lögreglan ekki hver var að verki. 13.4.2025 07:21
Menendez bræðurnir nær frelsinu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. 12.4.2025 13:40
Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Samfylkingin heldur í dag upp á 25 ára afmæli flokksins. Hátíðardagskrá hefst á landsfundi flokksins með ávörpum, pallborðsumræðum og sófaspjalli. 12.4.2025 13:02