Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Samfylkingin heldur í dag upp á 25 ára afmæli flokksins. Hátíðardagskrá hefst á landsfundi flokksins með ávörpum, pallborðsumræðum og sófaspjalli. 12.4.2025 13:02
Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. 12.4.2025 11:12
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 12.4.2025 09:50
Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. 12.4.2025 08:58
Réttindalaus dreginn af öðrum Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. 12.4.2025 07:41
Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. 12.4.2025 07:24
Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans. 4.4.2025 16:47
Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær upp sex manns úr þjóðaröryggisráði Hvíta hússins. Það gerði hann eftir hálftímalangan fund með fjar-hægri aðgerðasinna og samsæringi sem taldi upp starfsmenn ráðsins sem hún taldi ekki nægilega hliðholla Trump. 4.4.2025 15:54
Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4.4.2025 14:32
Sendi Dönum tóninn Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. 4.4.2025 13:25