Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

PlayStation 5 slær Xbox 360 við

Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin.

Hútar hættir á­rásum á skip og Ísrael

Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið.

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Sprengdi sig í loft upp við dómshús

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er.

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Demó­kratar reiðir hver öðrum en aðal­lega reiðir Schumer

Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag.

Ætla ekki að endur­skoða rétt sam­kyn­hneigðra til að giftast

Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi.

Lagði til að for­sætis­ráð­herrann yrði afhöfðaður

Embættismenn í Kína hafa brugðist reiðir við ummælum nýs forsætisráðherra Japans um að Japanar myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás í eyríkið í framtíðinni. Háttsettur kínverskur erindreki í Japan skrifaði til að mynda færslu þar sem hann gaf til kynna að hausinn yrði höggvinn af Sanae Takaichi, forsætisráðherra.

Sögð ætla að leita á náðir Trumps

Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hún að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til.

Sjá meira