Palmer skoraði fernu í stórsigri Chelsea Cole Palmer var allt í öllu hjá Chelsea sem gjörsamlega pakkaði Everton saman í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Palmer skoraði fjögur í 6-0 sigri en Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 4. febrúar. 15.4.2024 21:00
Jóhannes Karl framlengir við KSÍ Jóhannes Karl Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands og mun vera aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins til ársloka 2025. 15.4.2024 19:54
Albert skoraði af vítapunktinum í jafntefli Albert Guðmundsson skoraði mark Genoa í 1-1 jafntefli liðsins við Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum þegar Juventus tapaði fyrir Roma í uppgjöri toppliðanna í Serie A kvenna megin. 15.4.2024 19:00
Lögmál leiksins: Maður fólksins gaf vængi Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi. 15.4.2024 17:30
Leikmenn víðsvegar um Brasilíu mótmæltu endurkomu Lima á hliðarlínuna Kleiton Lima, þjálfari kvennaliðs Santos í knattspyrnu, var í september sendur í ótímabundið leyfi á meðan félagið rannsakaði ásakanir á hendur honum. Hann sneri til baka um liðna helgi við litla hrifningu hinna ýmsu leikmanna brasilísku deildarinnar. 15.4.2024 06:30
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, Stúkan og margt fleira Alls eru 11 beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Serie A, úrslitakeppni í körfubolta og margt fleira. Ásamt íþróttaviðburðum í beinni er Körfuboltakvöld, Stúkan og Lögmál leiksins á sínum stað. 15.4.2024 06:01
Scheffler í sérflokki á Masters Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum. 14.4.2024 23:06
Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. 14.4.2024 23:01
Jón Dagur lagði upp bæði Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp bæði mörk OH Leuven í 2-1 sigri á „toppliði“ Gent. 14.4.2024 19:21