Þrenna Orra Steins hélt titilvonum FCK á lífi Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni. 28.4.2024 18:05
Meistarar Man City halda í við topplið Arsenal Manchester City vann 2-0 útisigur á Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Man City er því aðeins stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar Skytturnar eiga aðeins þrjá leiki eftir af tímabilinu. 28.4.2024 17:30
Lyon í úrslit Meistaradeildar Evrópu Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi. 28.4.2024 16:51
Arnór Ingvi skoraði það sem reyndist sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason skoraði það sem reyndist sigurmark Norrköping í 2-1 útisigri liðsins á BK Häcken í sænsku úrvalsdeild karla. 28.4.2024 16:30
Ten Hag segir sitt lið þróttmikið og eitt af þeim skemmtilegri í deildinni Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli sínum Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í gær, laugardag. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, fór ekki beint í frasabókina eftir leik en viðtal hans hefur þó vakið talsverða athygli. 28.4.2024 07:00
Dagskráin í dag: Fyrsti grasleikur sumarsins, úrslitakeppni í Subway og svo mikið meira Það má svo sannarlega að segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 21 bein útsending á dagskrá í dag. 28.4.2024 06:00
Bucks líklega án beggja ofurstjarna sinna í leik fjögur Damian Lillard, önnur af stórstjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er tæpur fyrir fjórða leik Bucks og Indiana Pacers í úrslitakeppni deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 Pacers í vil. 27.4.2024 23:01
Góður leikur Tryggva skilaði engu Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik í liði Bilbao sem mátti þola 13 stiga tap gegn Bàsquet Girona í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni, lokatölur 81-68. 27.4.2024 22:01
Sigrar hjá Íslendingaliðunum Íslendingalið Gummersbach og Melsungen unnu leiki sína í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. 27.4.2024 21:30
Chelsea hjálpaði Tottenham með því að ná í stig gegn Villa Aston Villa og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tvö mörk voru dæmd af Chelsea í leiknum. 27.4.2024 21:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur