Liverpool henti frá sér sigrinum í síðasta útileik Klopp Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar. 13.5.2024 21:20
Hefur hjálpað Haas með glæfralegum akstri Kevin Magnussen hefur byrjað tímabilið í Formúlu 1 af gríðarlegum krafti. Ef til vill fullmiklum krafti ef marka má fréttir þess efnis að hann gæti verið á leið í keppnisbann vegna fjöldi refsistiga. 13.5.2024 20:31
Segja Real renna hýru auga til miðjumanns Leverkusen Það má reikna með að fjöldi leikmanna Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen verði eftirsóttur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum Evrópu í sumar. Spánarmeistarar Real Madríd eru nú þegar með augastað á miðjumanni þýska félagsins en eru þó tilbúnir að bíða til næsta árs. 13.5.2024 19:45
Guðrún og stöllur enn með fullt hús stiga Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn þegar Rosengård lagði Häcken í efstu deild sænska fótboltans í kvöld. Guðrún var ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld en Katla Þórðardóttir skoraði mark Örebro sem hefur ekki enn unnið leik. 13.5.2024 19:02
Einar hættir með kvennalið Fram Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum. 13.5.2024 17:15
Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8.5.2024 07:00
Dagskráin í dag: Stórveldaslagur í Madríd, Besta deild kvenna og úrslitakeppni í körfubolta Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu klárast, það er fjöldi leikja í Bestu deild kvenna í fótbolta og Grindavík mætir sínum fornu fjendum í Keflavík í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 8.5.2024 06:01
Ræðir veru sína í rússnesku fangelsi í nýrri bók Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi. 7.5.2024 23:31
Aþena upp í Subway-deildina Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77. 7.5.2024 22:45
„Höfum vaxið með hverjum leik“ Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 7.5.2024 21:45