Telur sig geta platað Klopp til að taka við Bandaríkjunum Tim Howard, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, segist handviss um að hann geti platað Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Liverpool, til að taka við bandaríska landsliðinu fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer að hluta til í Bandaríkjunum eftir tvö ár. 4.7.2024 07:01
Dagskráin í dag: Sumarmótin og golf Það er heldur rólegt um að litast á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en Sumarmótin eru á sínum stað. Að þessu sinni verður Orkumótið skoðað. 4.7.2024 06:01
Lakers ræður reynslubolta með Reddick Los Angeles Lakers hefur ráðið tvo fyrrverandi aðalþjálfara úr NBA-deildinni til að aðstoða nýráðinn þjálfara liðsins, J.J. Reddick, í því sem er hans fyrsta þjálfarastarf. 3.7.2024 23:31
Enskir dómarar á stórleikjum föstudagsins Átta liða úrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu hefjast á föstudag með tveimur stórleikjum. Englendingarnir Anthony Taylor og Michael Oliver munu dæma leikina. 3.7.2024 21:36
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3.7.2024 19:30
Ratcliffe lætur 250 starfsmenn Man United fara Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf. 3.7.2024 18:31
Palhinha á leið til Bayern á metfé Bayern München gerði sitt besta til að festa kaup á portúgalska miðjumanninn João Palhinha á síðustu leiktíð. Loksins hefur þýska knattspyrnufélagið haft erindi sem erfiði en Fulham hefur samþykkt tilboð sem gerir hann að dýrustu sölu í sögu félagsins. 3.7.2024 17:47
Markvörðurinn Ísak til Drammen Ísak Steinsson, markvörður íslenska U-20 ára landsliðs drengja í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Drammen til næstu þriggja ára. 2.7.2024 17:00
„Við Olla erum enn vinkonur, er það ekki?“ „Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta. 2.7.2024 16:31
Rodgers sektaður fyrir að missa af æfingabúðum Aaron Rodgers nældi sér í sekt upp á rétt rúmlega 100 þúsund Bandaríkjadali þegar hann skellti sér til Egyptalands og missti í kjölfarið af æfingabúðum New York Jets í síðasta mánuði. 2.7.2024 16:00