Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Einn besti leik­maður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta

Vængmaðurinn Luke Rae verður ekki með KR næstu vikurnar. Um er að ræða mikið högg fyrir Vesturbæjarliðið þar sem Luke hefur verið magnaður það sem af er sumri. Í sex leikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú til viðbótar.

ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu

Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára.

Alon­so tekur við Real fyrir HM fé­lags­liða

Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi.

Þróttur skoraði sex og flaug á­fram

Þróttur Reykjavík fór létt með nágranna sína úr Víkinni þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur 6-3 Þrótti í vil og góð byrjun liðsins á tímabilinu heldur áfram.

Valur marði Fram í fram­lengingu

Valur lagði nýliða Fram með herkjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 2-3 og ríkjandi bikarmeistarar Vals komnar áfram í 8-liða úrslit.

Tinda­stóll, FH og HK á­fram í bikarnum

Bestu deildarlið Tindastóls og FH eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. HK sem leikur í Lengjudeildinni er einnig komið áfram.

Sjá meira