Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jöfnuðu metin gegn Dort­mund

Íslendingalið Blomberg-Lippe hefur jafnað metin gegn Dortmund í einvígi liðanna í undanúrslitum þýsku efstu deildar kvenna í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Guðjónsdóttir leika með Íslendingaliðinu.

Fé­lagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur.

Tatum með slitna hásin

Jayson Tatum, skærasta stjarna ríkjandi meistara í Boston Celtics, verður ekki meira með á þessari leiktíð og ólíklegt er að hann spili mikið á næstu leiktíð. Hann þarf að fara í aðgerð þar sem hann er með slitna hásin.

Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad

Real Sociedad tapaði 0-1 fyrir Celta Vigo í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Um var að ræða fjórða tap liðsins í síðustu sex leikjum. Liðið er aðeins með tvo sigra í síðustu 15 leikjum.

Þór komið á­fram eftir öruggan sigur á Suður­landi

Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit.

Sjá meira