Dagskráin í dag: Allt mögulegt á boðstólnum Við bjóðum upp á átta beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og þær eru í fjölbreyttari kantinum. 31.8.2024 06:03
Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. 30.8.2024 23:00
Sancho til Chelsea á láni og Sterling líklega til Arsenal Það styttist í að félagaskiptagluggi evrópskrar knattspyrnu loki og því er mikið um að vera þessar mínúturnar. Stærstu fréttirnar eru án efa þær að Chelsea er að fá Jadon Sancho á láni frá Manchester United með því skilyrði að Lundúnafélagið kaupi hann næsta sumar. Þá er Raheem Sterling á leið frá Chelsea til Arsenal á láni. 30.8.2024 22:17
Inter pakkaði Evrópudeildarmeisturum Atalanta saman Inter vann 4-0 sigur á Atalanta í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 30.8.2024 21:30
Orri Steinn kynntur til leiks hjá Sociedad: Staðfest dýrasta sala í sögu FC Kaupmannahafnar FC Kaupmannahöfn hefur staðfest að landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hafi verið seldur til spænska efstu deildarliðsins Real Sociedad og hefur spænska liðið nú þegar kynnt hann til leiks. Orri Steinn varð um leið dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt frá upphafi. 30.8.2024 21:20
Lærisveinar Guðmundar í átta liða úrslit Fredericia, lið Guðmundar Þ. Guðmundssonar, er komið í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta eftir öruggan sjö marka sigur á Midtjylland. 30.8.2024 21:00
Orri Steinn og umboðsmaður hans á leið til Spánar í einkaþotu Framherjinn Orri Steinn Óskarsson og Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, eru á leið til Spánar ef marka má Fabrizio Romano sem birti mynd þess efnis á samfélagsmiðlum sínum. 30.8.2024 20:27
Valgeir Lunddal til liðs við Ísak Bergmann hjá Düsseldorf Valgeir Lunddal Friðriksson er genginn til liðs við Fortuna Düsseldorf, toppliðs þýsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Hann kemur frá BK Häcken þar sem hann hefur spilað síðan 2021. 30.8.2024 20:02
Sævar Atli kom inn af bekknum í fyrsta sigri Lyngby Lyngby er komið á blað í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Vejle í kvöld. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum í fyrri hálfleik. Þá voru Íslendingar í eldlínunni á Ítalíu sem og Þýskalandi. 30.8.2024 19:04
Chelsea biður um Sancho á láni Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur beðið um hinn sóknarsinnaða Jadon Sancho á láni frá Manchester United. 30.8.2024 18:31