Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9.3.2024 10:17
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8.3.2024 23:51
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8.3.2024 22:45
Bæjarstjórn Hornafjarðar endurskoðar gjaldskrárhækkanir Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykktu á fundi í gær að fella niður gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samþykkti bæjarstjórn að endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins á sama grunni. 8.3.2024 22:02
Þyrlan sótti tvo slasaða vélsleðamenn í sömu ferðinni Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna manns sem hafði slasast á fæti á vélsleða við Eyjafjörð og þegar verið var að sækja hann barst annað útkall vegna manns sem hafði slasast á vélsleða hinum megin við Eyjafjörð. Þeir voru báður sóttir og fluttir á sjúkrahús. 8.3.2024 20:38
Hjartnæmar myndir af endurfundum palestínskra fjölskyldna Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum. 8.3.2024 19:57
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8.3.2024 19:52
Myndband af fólskulegri stunguárás í Valshverfinu Maður veittist að tveimur mönnum með hníf í versluninni OK Market í Valshverfinu í gær. Hann var handtekinn og standa yfirheyrslur enn yfir. 8.3.2024 19:15
Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. 8.3.2024 18:36
Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8.3.2024 18:01