Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stút­full há­tíðar­dag­skrá um allt land á 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun og haldið verður upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Venjunni samkvæmt er stútfull og metnaðarfull dagskrá um allt land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum.

Hvers vegna tölum við um bongóblíðu?

Þegar líða fer á júní skýtur orðið bongóblíða, eða bara bongó, æ oftar upp kollinum þegar landsmenn lýsa veðráttu. Þetta orð á sér, eins og gefur að skilja, ekki langa sögu í málinu og blaðamanni þótti ólíklegt að Jónas Hallgrímsson eða Hallgrímur Pétursson hefðu talað um bongó þegar veðrið lék við þá forðum daga.

Torf­bærinn í Vestur­bænum sem stóð fram á níunda ára­tuginn

Þegar síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn voru Blúsbræðurnir í bíóhúsum bæjarins, Bubbi var nýbúinn að gefa út Ísbjarnarblús og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti Íslands í rúmt hálft ár. Á horni Suðurgötu og Eggertsgötu, þar sem nú er bílastæði við Hjónagarða, stóð torfbærinn Litla-Brekka og hann var ekki rifinn fyrr en árið 1981.

Brenna landnámsbæ til kaldra kola í til­rauna­skyni

Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði.

Fimm bíla á­rekstur á Akur­eyri

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn.

Heimtaði að allir í bænum töluðu ís­lensku

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní á mánudaginn næstkomandi verður þétt dagskrá um allt land og þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns forseta, verður íbúum af erlendum uppruna boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.

Ís­land orðið „pínkulítið lé­legra og leiðin­legra“

Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp.

Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun

Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins.

Níu manns sagt upp hjá Veitum

Níu starfsmönnum Veitna var sagt upp um mánaðamótin. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir uppsagnirnar vera vegna skipulagsbreyinga sem tilkynnt var um 29. maí síðastliðinn.

Sjá meira