Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldisseiði hafi átt greiða leið úr stöðinni í Tálkna­firði

Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroks eldislax úr fiskeldisstoð Arctic Smolt ehf. í Norður-Botni þann 24. maí 2024. Samkvæmt Matvælastofnun voru aðeins tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld.

Hætta hraunkælingu og meta stöðuna í dag

Slökkviliðsmenn í Grindavík hafa hætt að dæla vatni yfir hraunið sem teygði sig upp yfir varnargarðinn við Svartsengi. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna segir fyrsta hraunkælingaraðgerð frá Heimaeyjargosinu hafa verið tilraun en að þegar hafi verið búið að stöðva framgang hraunsins.

Styttir upp í kvöld

Í morgunsárið er lægð rétt suður af landinu og því er norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Vindur er á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu og er hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðakjálkanum.

Hraunkælingin ekki gengið snurðu­laust fyrir sig

Slökkviliðsmenn á vegum Brunavarna Suðurnesja voru í nótt að dæla vatni á hraun við varnargarðinn við Svartsengi. Kælingin hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig þar sem upp komu vandræði með vatnsþrýstinginn.

Hraunkælingin gengur vel og heldur á­fram í alla nótt

Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrr í kvöld ásamt úrvalsliði viðbragðsaðila að dæla vatni yfir hraun sem hóf að teygja sig yfir varnargarðinn við Svartsengi. Um er að ræða fyrstu hraunkælingu af þessu tagi síðan í Heimaeyjargosinu.

Rúm­lega 500 látnir vegna hita í Mekka

Að minnsta kosti 550 pílagrímar sem voru í hinni árlegu hajj-pílagrímsför til Mekka hafa látið lífið vegna hitans sem farið hefur upp fyrir fimmtíu gráður.

Ís­land eyði ekki krónu í markaðs­setningu til ferða­manna

Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Brandenburg hreppti Ljónið í Cannes

Auglýsingastofan Brandenburg vann í kvöld bronsverðlaun á Cannes Lions verðlaunahátíðinni fyrir endurmörkunarvinnu á orkudrykknum Egils Orku. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsingastofa hlýtur Cannes Lions verðlaunin án þess að hafa verið í samstarfi við erlendar stofur.

Flughált víðs vegar vegna nýrrar að­ferðar við vegaklæðningu

Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn.

Sjá meira