Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. 2.7.2024 11:52
Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. 2.7.2024 11:25
Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. 1.7.2024 17:06
Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. 1.7.2024 15:43
Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. 1.7.2024 15:27
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1.7.2024 13:21
Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. 1.7.2024 11:06
Alvotech reiknar með tíföldum tekjum Alvotech reiknar með að heildartekjur annars ársfjórðungs verði á bilinu 196 til 201 milljón dala. Áætlaðar heildartekjur á fyrri helmingi ársins eru þá 233 til 238 milljónir dala sem eru um tífaldar tekjur sama tímabils í fyrra. 1.7.2024 10:05
Tíu ára stúlku vísað úr strætó Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. 29.6.2024 09:27
Arion banki greiði Seðlabankanum 585 milljónir Arion banki hefur gert sátt við Seðlabanka Íslands og verður gert að greiða sekt að fjárhæð 585 milljóna króna ásamt því að skuldbinda sig til úrbætur vegna brota gegn lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28.6.2024 16:40