Kviknaði í bíl í miðborginni Reykur stígur upp úr bílastæðahúsinu í Traðarkoti í miðborg Reykjavíkur vegna þess að eldur kom upp í bíl. Slökkviliðið er á vettvangi og er þegar búið að slökkva eldinn og unnið er að því að reykræsta húsið. 25.7.2024 18:04
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25.7.2024 17:11
Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25.7.2024 15:20
Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. 24.7.2024 17:00
Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. 24.7.2024 15:19
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24.7.2024 13:41
Lýsa yfir hættustigi Hættustigi verður lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Hættumat Veðurstofu Íslands verður uppfært í gær en kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og búist er við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstunni. 24.7.2024 13:25
Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum. 24.7.2024 12:09
Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. 24.7.2024 10:26
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. 23.7.2024 16:05