Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4.6.2025 08:47
Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu. 3.6.2025 15:34
Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land vegna norðan óveðurs. Björgunarsveitir standa í ströngu við að bjarga fé frá því að sökkva í fönn, Veðurstofan varar við skriðuhættu þvert yfir norðurströnd landsins og þetta allt í júní eftir hlýjasta og veðursælasta maí í manna minnum. 3.6.2025 12:46
Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga. 3.6.2025 11:45
Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. 3.6.2025 10:39
Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Það er fátt sem minnir á vorið í Vaglaskógi um þessar mundir en töluverð snjóþyngsli eru á svæðinu. Fréttastofa náði af tali af konu sem er í útilegu með eiginmanni sínum. Hún segir bæði gasgrill og -hitara á fullum krafti til að bjarga fortjaldinu undan þungum snjónum. 3.6.2025 09:21
Rafbyssu beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur lögregla beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku. Á sama tímabili var rafbyssa dregin úr slíðri eða ógnað með rafbyssu 28 sinnum við handtöku. 3.6.2025 08:46
Frakklandsforseti heimsækir Grænland Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands. 3.6.2025 08:29
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3.6.2025 08:17
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2.6.2025 15:34