Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaðamaður Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi. 13.1.2024 12:53
Neita að framselja prest sakaðan um morð og pyntingar Dómsmálaráðherra Ítalíu hefur synjað beiðni Argentínu um að framselja prest sem er sakaður um hræðilega glæpi sem hann á að hafa framið á valdatíð Juans Peróns og herforingjastjórn landsins á þeim tíma. 13.1.2024 11:24
Stórvarasöm hálka í dag Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við stórvarasamri hálku víða á vegum og gangstígum í dag. Hann segir það einkum eiga við um vestan- og sunnanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. 13.1.2024 11:11
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13.1.2024 00:10
Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. 12.1.2024 22:23
Banamanninum áttræða sleppt úr gæsluvarðhaldi Hinn 81 árs gamla Ebbe Preisler sem hefur verið handtekinn fyrir að drepa eiginkonu sína og reyna að fyrirfara sér í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 12.1.2024 21:13
Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. 12.1.2024 20:18
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12.1.2024 19:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi. 12.1.2024 18:17
Top Gun 3 í bígerð Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra. 12.1.2024 17:45