Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 10:11 Rishi Sunak hefur farið fyrir Íhaldsflokknum síðan í október ársins 2022. AP/Molly Darlington Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum. Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Stemmir þetta við niðurstöður skoðanakannana sem benda til þess að stefni til stórsigurs Verkamannaflokksins undir forystu Keir Starmer í komandi þingkosningum. Þær verða haldnar í síðasta lagi í janúar á næsta ári en fulltrúar Verkamannaflokksins hafa hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að flýta fyrir þeim í ljósi aðstæðna. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna og fulltrúi Verkamannaflokksins, tryggði sér einnig sitt þriðja kjörtímabil í því embætti. Hann bar sigur úr býtum með meira en 276 þúsund atkvæðum og hlaut meirihluta í níu af fjórtán kjördæmum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 sveitarstjórnarsætum, rétt undir helmingi þeirra sem þeir höfðu. Eftir kosningarnar eru íhaldsmenn með 513 menn í sveitarstjórnum Englands og Wales en það vekur athygli að þeir eru færri en 521 sveitarstjórnarfulltrúar Frjálslynda demókrataflokksins eftir kosningarnar. Þrátt fyrir dræmar niðurstöður situr Rishi Sunak sem fastast í forsætisráðherrastólnum og nýtur stuðnings ráðamanna í Íhaldsflokknum. Suella Braverman, þingkona Íhaldsflokksins og fyrrum innanríkisráðherra, stendur við bakið á Sunak. Aðspurð hvort hún teldi þörf á nýjum leiðtoga sagði hún svo ekki vera. „Það er, held ég, ekki raunsætt eins og staðan er. Við höfum ekki nægan tíma og það getur enginn nýr komið og snúið við blaðinu, ef ég á að vera hreinskilin,“ segir hún í viðtali við breska ríkisútvarpið. Verkamannaflokkurinn tapaði sætum í kjördæmum með stórt hlutfall múslima sem þykir benda til þess að viðbrögð fulltrúa þeirra við átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi haft áhrif. Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Græningjar bættu einnig við sig sætum í kosningum á kostnað bæði Verkamanna- og Íhaldsflokksins. Frjálslyndir demókratar unnu mikinn sigur og bættu við sig 105 sveitarstjórnarfulltrúum.
Kosningar í Bretlandi Bretland England Wales Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“