FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi. 22.6.2021 20:43
Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst í næstu viku Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefst næsta mánudag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 miðvikudaginn 30. júní. Arion banki sér um útboðið en félagið verður skráð á First North markaðinn. 22.6.2021 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta sem svo reyndist tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. 22.6.2021 18:00
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22.6.2021 17:23
Segir Eyjamenn hafa hótað að opna ekki kosningamiðstöð ef Páll yrði í heiðurssæti Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa hótað að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum fyrir komandi þingkosningar og draga sig úr kosningabaráttu fyrir flokkinn ef Páll Magnússon, núverandi oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, yrði í heiðurssæti. 22.6.2021 07:01
Evrópusambandið vill draga úr framboði á bresku sjónvarpsefni Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði. 21.6.2021 23:33
Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21.6.2021 20:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að mikið hafi reynt á ónæmið í samfélaginu að undanförnu hafi það staðiðst áraunina. Smit hafi greinst sem ekki náðu að dreifa úr sér. Hann hvetur fólk sem hefur smitast af Covid til að mæta í bólusetningu og vill horfa til gagna, en ekki tilfinningar, við ákvarðanatöku um að hætta að skima bólusetta á landamærunum. 21.6.2021 18:17
Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20.6.2021 07:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent