Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2.7.2021 15:38
Einróma ákall um einkavæðingu í Læknablaðinu Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum. 2.7.2021 14:11
Þoka spillir blíðunni á höfuðborgarsvæðinu Mikið þokuloft hangir nú yfir höfuðborgarsvæðinu og kemur í veg fyrir að höfuðborgarbúar geti notið blíðviðrisins sem ríkir á vesturhluta landsins. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag. 2.7.2021 11:29
Tvær hópuppsagnir í júní Tvær hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum. 2.7.2021 10:23
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tregust til að afhenda gögn Ágreiningur hefur verið uppi milli Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skyldu lögreglunnar til að afhenda nefndinni ákveðin gögn. 2.7.2021 06:00
Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé viðkvæmt blóm „Fyrstu viðbrögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níelsson kynnti sér málin aðeins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við grein Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi í dag. 1.7.2021 16:59
Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. 1.7.2021 12:13
Undirbúa íslenskunám barna í leikskóla Breytingar hafa verið gerðar á aðalnámskrá leikskóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móðurmál en íslensku og fjöltyngdum börnum í leikskólum. Leikskólarnir munu framvegis þurfa að leggja grunn að íslenskunámi barna. 1.7.2021 10:12
Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. 30.6.2021 17:22
Nýtt met í hjólahvísli Allt er gott sem endar vel, segir Hjólahvíslarinn, eða Bjartmar Leósson, sem endurheimti í dag hjól sitt sem hafði verið stolið í nótt. Og þetta eru skilaboðin sem hann segist hafa verið að reyna að senda hjólaþjófum: Það eru augu alls staðar. 30.6.2021 16:57