Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýja vín­búðin fer í sam­­keppni við ÁTVR

Á­fengis- og tóbaks­verslun ríkisins er komin með nýjan sam­keppnis­aðila, sem stílar inn á ís­lenskan markað. Net­verslunin Nýja vín­búðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er við­skipta­maðurinn Sverrir Einar Ei­ríks­son sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán.

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Héldu á villtum kópi fyrir sjálfs­mynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða"

Líf­fræðingur hjá Náttúru­stofu Austur­lands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfs­mynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðar­firði. Það geti hrein­lega orðið til þess að urtan yfir­gefi þá og þeir drepist í kjöl­farið.

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Nýtt met í hjóla­hvísli

Allt er gott sem endar vel, segir Hjóla­hvíslarinn, eða Bjart­mar Leós­son, sem endur­heimti í dag hjól sitt sem hafði verið stolið í nótt. Og þetta eru skila­boðin sem hann segist hafa verið að reyna að senda hjóla­þjófum: Það eru augu alls staðar.

Sjá meira