Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Hjóli sjálfs Hjóla­hvíslarans stolið

Hjóli Bjart­mars Leós­­sonar var stolið í nótt. Sá hvim­­leiði og því miður nokkuð al­­gengi at­burður sem hjóla­­stuldur er væri varla frétt­­næmur nema vegna þess að Bjart­mar hefur í um tvö ár staðið í hálf­gerðu stríði við hjóla­­þjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann.

Sam­­tal lög­­reglu­mannanna hafi lýst for­dómum

For­maður nefndar um eftirlit með lög­reglu (NEL) segir ljóst að sam­tal lög­reglu­mannanna tveggja við Ás­mundar­sal, sem nefndin taldi á­mælis­vert, hafi ekki verið per­sónu­legt. Það hafi snúið beint að þeim sem lög­regla hafði af­skipti af á vett­vangi, lýst for­dómum og því fullt til­efni fyrir nefndina að fjalla sér­stak­lega um það.

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Telur mögu­legt að lög­regla hafi átt við fleiri upp­tökur

Nefnd um eftir­lit með lög­reglu skoðar nú hvort til­efni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lög­reglan getur sjálf átt við upp­tökur búk­mynda­véla sinna. Skúli Þór Gunn­steins­son, for­maður nefndarinnar, vill ekki upp­lýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið form­lega á­kvörðun um fram­haldið.

Hrotta­leg hópslags­mál í mið­bænum í nótt

Hópslags­mál brutust út meðal ungra pilta í mið­bænum í nótt. Mynd­band af at­vikinu hefur gengið um sam­fé­lags­miðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni.

Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna

Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna.

Segja al­þýðuna miður sín yfir þyngdar­tapi Kim

Á meðan hungur­sneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríki­smiðillinn, sem lýtur stjórn ríkis­­stjórnarinnar, frá því að al­þýðan hafi á­hyggjur af þyngdar­tapi leið­­toga síns, Kim Jong Un.

Sjá meira