Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30.6.2021 14:06
Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30.6.2021 12:30
Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. 30.6.2021 12:30
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29.6.2021 06:00
Lögregla meðvituð um hópslagsmálin en getur lítið gert Lögregla er meðvituð um hópslagsmálin sem áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur snemma síðasta sunnudagsmorgun. Hún getur þó lítið gert í málinu á meðan engar kærur hafa komið fram í málinu. 28.6.2021 13:57
Háskólinn tekur að sér kennslu fyrir Neyðarlínuna Háskóli Íslands (HÍ) mun halda námskeið í svokallaðri neyðarsvörun á vormisserum 2022 og 2023. Það er hugsað til að undirbúa fólk fyrir störf hjá Neyðarlínunni. 28.6.2021 12:38
Skjálftahrina hófst við Bláfjöll í nótt Skjálftahrina er nú í gangi við Þrengsli austan Bláfjalla í nótt. Um fimmtíu skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti en þeir hafa allir verið í smærra lagi. 28.6.2021 11:28
Hrottaleg hópslagsmál í miðbænum í nótt Hópslagsmál brutust út meðal ungra pilta í miðbænum í nótt. Myndband af atvikinu hefur gengið um samfélagsmiðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni. 27.6.2021 14:59
Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna. 27.6.2021 14:31
Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27.6.2021 14:05