Guðni kveður og skemmdarverk á grunnskóla Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta. 31.7.2024 18:00
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31.7.2024 17:19
Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31.7.2024 16:12
Skjálfti að stærð 3 á Reykjanestá Klukkan 21:11 í kvöld varð skjálfti á Reykjanestá að stærð 3. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 30.7.2024 22:57
Hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum. 30.7.2024 22:09
Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. 30.7.2024 20:59
Ísraelar í hefndaraðgerðum gegn Hezbollah í Líbanon Ísraelar gerðu loftárásir á úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, þar sem ísraelski herinn telur háttsetta meðlimi Hezbollah halda til. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir fyrir árásir Hezbollah á byggð Ísraela á Golan-hæðum þar sem 12 börn létu lífið. 30.7.2024 19:14
Hjólhýsið fuðraði upp Hjólhýsi í Löngumýri í Skagafirði brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðsstjóri segir milid að ekki hafi farið verr enda enginn í hýsinu þegar eldur kviknaði og engin önnur tjöld eða hjólhýsi í hættu. 30.7.2024 18:37
Nokkur dauðsföll eftir að þyrla brotlenti á svínabúi Þyrla brotlenti á húsi nálægt írska bænum Killucan síðdegis í dag með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið. Þetta staðfesta írskir viðbragðsaðilar án þess að gefa upp nánari upplýsingar um fjölda látinna. 30.7.2024 17:38
Nathaniel Clyne á Hax og Auto Enski knattspyrnumaðurinn Nathaniel Clyne er staddur hér á landi í fríi og tók djammsnúning í höfuðborginni um helgina. 21.7.2024 19:57