Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. 6.11.2024 22:29
Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Ríkisstjórn Olaf Scholz kanslara Þýskalands stendur mjög tæpt eftir að Scholz rak fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar í kvöld. Hann hefur tilkynnt að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á fari fram á þingi í janúar. 6.11.2024 21:38
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6.11.2024 19:11
Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu. 6.11.2024 17:57
Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. 31.10.2024 21:58
Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. 31.10.2024 20:37
Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31.10.2024 19:39
Máttu ekki selja eldaðan mat Veitingastað í miðborg Reykjavíkur var lokað af lögreglu í vikunni þegar í ljós kom að eigendur staðarins höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að selja eldaðan mat. 31.10.2024 18:18
Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. 31.10.2024 18:01
Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. 30.10.2024 21:57