Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti í gær viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingar verslana í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að markmiðið sé að hvetja rekstraraðila til að skreyta glugga sína og verslanir á aðventunni og verðlauna þá sem skapa hlýlega, bjarta og hátíðlega stemningu í borginni. 11.12.2025 10:15
Ísland verður ekki með í Eurovision Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. 10.12.2025 16:17
Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ síðastliðinn mánudag. 10.12.2025 14:37
Úlfar þögull sem gröfin Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri vill ekki tjá sig um ummæli hins handtekna lögmanns Gunnars Gíslasonar um störf hans sem lögreglustjóri Suðurnesja. Þá gefur hann ekkert upp um mögulegt framboð í borginni undir merkjum Miðflokksins og biður blaðamann auk þess um að bíða til 18. desember til að sjá hvort nafn hans verði á lista umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. 10.12.2025 13:30
Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. 10.12.2025 10:26
Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. 9.12.2025 23:11
Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. 8.12.2025 15:39
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. 8.12.2025 12:00
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5.12.2025 23:00
Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. 5.12.2025 20:11