Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vond stjórn­sýsla að teikna bara ein­hverja reiti á kort

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. 

Yfir­fara þurfi öryggis­mál við Brúar­á

Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu.

Vís­bendingar um að síðasta vígið sé fallið

Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí.

Búa sig undir marg­menni á Hengil Ultra

Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld.

Segir við­brögð borgar­full­trúa á mót­mælum kjána­leg

Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. 

Notkun rafbyssa í sam­ræmi við mark­mið

Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar.

Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni

Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig.

Verða boðaðir á fund lög­reglu

Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið.

Sjá meira