Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. 20.12.2024 20:01
Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. 20.12.2024 16:00
Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. 20.12.2024 15:32
Landris heldur áfram á stöðugum hraða Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025. 19.12.2024 12:44
Kári og Eva eru hjón Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni. 19.12.2024 11:31
Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Sérlegir stórvinir X-ins 977, rokkararnir í Brain Police mæta og rífa þakið af húsinu í nýjasta og síðasta þættinum af Live in a fishbowl. Sveitin er nú á fullu við að vinna í nýrri plötu, sinni fyrstu frá því að hún gaf út Beyond The Wasteland árið 2006. 19.12.2024 10:32
Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. 18.12.2024 13:03
„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. 18.12.2024 10:13
„Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Sérlega athyglisvert parhús í botnlanga á Sogavegi er nú komið á sölu. Það er sérstaklega athyglisvert enda er stór heitur pottur í garði hússins sem mætti ganga svo langt að hreinlega kalla sundlaug. 17.12.2024 12:45
Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. 17.12.2024 10:44