Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­rásin í Manchester skil­greind sem hryðju­verk

Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. 

Hraðamyndavélar settar upp við Þing­velli

Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi.

Spá ó­breyttum stýrivöxtum í næstu viku

Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október.

Styttist í lok rann­sóknar

Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember.

Rúm­lega þrjá­tíu skjálftar á Vestur­landi

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum á Vesturlandi, norður af Borgarnesi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Svæðið er hluti af Ljósufjallakerfinu.

Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg

Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum.

Hætt við sam­einingu HA og Há­skólans á Bif­röst

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að hætta frekari viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst og hefur tilkynnt stjórnendum skólans um ákvörðun sína ásamt menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu. Niðurstaðan var samþykkt einróma og gerð að vandlega athuguðu máli.

Bein út­sending: Loftslagsdagurinn

Loftslagsdagurinn hefurr fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur umræðu um loftslagsmál á Íslandi og tengir saman almenning, stjórnvöld, atvinnulíf og vísindasamfélagið. Hann fer fram í dag í Hörpu og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi neðst í fréttinni.

Bein út­sending: Staða launa­fólks á Ís­landi

Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni.

Sjá meira