Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. 21.6.2025 20:50
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21.6.2025 14:31
Bregðast við bakslagi með Hinsegin Hrísey Hinsegin dagar í Hrísey fara fram í þriðja skiptið um helgina. Skipuleggjandi segir hátíðina í ár þá glæsilegustu til þessa og segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að fagna fjölbreytileikanum. 21.6.2025 13:00
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20.6.2025 22:02
Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. 20.6.2025 19:44
Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. 19.6.2025 19:48
Eigandi Bjargar í áfalli en vonast til að bjarga fötum Eigandi Efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut sem brann í nótt segist vera í áfalli eftir nóttina. Um fjölskyldufyrirtæki er að ræða og segir hann mestu máli skipta að hlúa að starfsfólki en hann vonast til þess að hægt verði að bjarga einhverjum fötum sem voru þar til hreinsunar. 19.6.2025 13:15
Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. 16.6.2025 12:00
Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. 9.6.2025 22:46
Vond stjórnsýsla að teikna bara einhverja reiti á kort Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. 8.6.2025 21:28