„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. 6.1.2026 07:00
Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. 5.1.2026 14:31
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. 5.1.2026 13:48
Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 5.1.2026 11:20
Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Örn Geirsson meistari í prentsmíði hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 5.1.2026 10:15
Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. 3.1.2026 07:01
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2.1.2026 16:41
Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Frá og með deginum í gær er öllum eigendum ökutækja óháð orkugjafa skylt að greiða kílómetragjald. Eigendur bifhjóla og fólksbíla þurfa nú að skrá kílómetragjald að lágmarki einu sinni á ári á meðan eigendur vörubíla þurfa að gera það að lágmarki á sex mánaða fresti. Síðasti dagur skráninga er 20. janúar 2026 en sé engin skráning gerð fyrir 1. apríl verður að greiða vanskráningargjald og fara með bílinn á skoðunarstöð. 2.1.2026 15:04
Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. 2.1.2026 14:22
Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi. 2.1.2026 13:30