Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28.11.2023 17:01
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28.11.2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28.11.2023 14:53
Rík ástæða fyrir fólk að hringja fyrst Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu. 28.11.2023 14:07
Björguðu Ásdísi ofan af þaki ráðhússins Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar á Digranesvegi vegna elds og reyks var æfð í morgun. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl. 28.11.2023 13:50
Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungu í Grafarholti Karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á hnífstungu í Grafarholti í Reykjavík síðasta föstudagsmorgun. 28.11.2023 12:05
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28.11.2023 09:05
Vopnahlé á Gasa framlengt um tvo daga Vopnahlé á Gasa ströndinni hefur verið framlengt um tvo daga. Þetta tilkynna katörsk stjórnvöld sem hafa milligöngu um viðræður á milli Hamas liða og Ísrael. 27.11.2023 16:37
Mesta virknin áfram nærri Sýlingarfelli og Hagafelli Áfram er mesta jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 27.11.2023 16:07
Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. 27.11.2023 15:30