Bendi ekki til tengsla við sjálfsvígshugsanir Viðamikil bandarísk rannsókn bendir til þess að engin tengsl séu á milli notkunar sykursýkis-og megrunarlyfjanna Ozempic og Wegovy og aukinnar tíðni sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsana. 5.1.2024 15:44
„Talsverðar óskir“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, segir fund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í morgun hafa verið góðan. 5.1.2024 15:01
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5.1.2024 14:08
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5.1.2024 13:59
Þórdís vann samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala. Samhljóma niðurstaða dómnefndar var að verk hennar, Upphaf, bæri fyrir sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. 5.1.2024 13:22
Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. 5.1.2024 13:01
Mótmæla aðgerðarleysi vegna Gasa við Ráðherrabústaðinn Mótmælendur komu saman við Ráðherrabústaðinn í morgun þar sem ríkisstjórn Íslands fundaði og mótmæltu þeir að eigin sögn aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa. Ríflega fimmtíu manns voru fyrir utan bústaðinn í morgun. 5.1.2024 10:33
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. 5.1.2024 10:01
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5.1.2024 08:55
Líklegast að ISIS beri ábyrgð á árásinni í Íran Bandarísk yfirvöld segja að þau telji líklegast að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið beri ábyrgð á hryðjuverkaárás í Íran í gær þar sem í hið minnsta 84 manns létust. 4.1.2024 16:22