Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur

Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björg­vins

Þrátt fyrir að vera ekki einu sinni ársgömul á tvíeykið í hljómsveit HúbbaBúbba mörg af vinsælustu lögum ársins. Þeir láta ekki deigan síga og hafa nú gefið út enn fleiri lög, nefnilega þrjú jólalög þar sem þeim til halds og trausts er engin önnur en Svala Björgvins og Karlakór Kjalnesinga.

Myndir: Svona var bak­sviðs á kapp­ræðum leið­toganna

Kappræður leiðtoga stjórnmálaflokkanna fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Tíu formenn mættu í hús í stúdíó í gærkvöldi þar sem var að mörgu að hyggja áður en stigið var á svið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni.

Í beinni: Dagur ís­lenskrar tón­listar

Í dag klukkan tíu klukkan 10:00 verður formleg dagskrá í Hörpu vegna Dags íslenskrar tónlistar sem er á sunnudag. Þá mun íslenskt tónlistarfólk verðlauna fólk og hópa sem myndar eiginlegt stoðkerfi íslensks tónlistarlífs.

„Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna segist frekar myndu vera lélegur starfsmaður hjá Hval hf en að þurfa að ferðast um á einkaþotu allt sitt líf. Guðmundur Ingi er ávallt kallaður Mummi af vinum og vandamönnum.

Hélt að hann væri George Clooney

Bandaríski Hollywood leikarinn Richard Gere segist alltaf muna eftir því þegar hann hitti eiginkonuna sína spænsku fjölmiðlakonuna Alejandra Silva í fyrsta sinn. Hún hafi ekki haft hugmynd hver hann væri og hélt hún að þetta væri í raun kollegi hans George Clooney.

Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa.

Sjá meira