Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun. 6.4.2025 22:16
Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum. Önnur er á barnsaldri. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu, oftast sé um að ræða fórnarlömb mansals í málum sem þessum. 6.4.2025 19:20
Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið. 6.4.2025 13:21
Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. 6.4.2025 12:01
„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. 6.4.2025 07:01
Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. 5.4.2025 21:31
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5.4.2025 19:00
Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. 5.4.2025 12:02
Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar sem benda til þess að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili þar lykilhlutverk en mikilvægt sé að sporna gegn hatursorðræðu. 5.4.2025 12:01
Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. 4.4.2025 23:01