Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5.11.2025 17:50
Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi. 4.11.2025 22:42
Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. 4.11.2025 21:44
Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. 4.11.2025 20:20
Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum barst á fimmta tímanum ábendingar um bát í vandræðum út af Gróttu sem ekki reyndust á rökum reistar. Þyrla var kölluð út og þrír bátar frá björgunarsveitum í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. 4.11.2025 18:04
Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið. 4.11.2025 17:06
Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms og hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm sem grunaðir eru um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum. 4.11.2025 15:37
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. 3.11.2025 21:13
Lögreglan innsiglaði Flóka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi. 3.11.2025 20:22
Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 3.11.2025 18:59