Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16.5.2025 12:01
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13.5.2025 19:03
Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til að farið verði í róttækar breytingar á eftirliti með byggingaframkvæmdum. Maður sem keypti ónýtt hús þar sem kústskaft var notað til að halda þakkkantinum uppi vonast eftir réttlæti handa húsnæðiskaupendum. 12.5.2025 23:40
Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit. Gert er ráð fyrir því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Forstjóri segir núverandi ástand á byggingamarkaði óásættanlegt. 12.5.2025 13:17
Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8.5.2025 19:01
Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8.5.2025 12:00
Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Málþing um snjóflóð og samfélög verður haldi á Ísafirði næstu tvo daga, 5. og 6. maí. Málþingið er haldið í tilefni af því að þrjátíu ár eru nú liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. 5.5.2025 11:33
Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni. 5.5.2025 11:22
Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Hjálmtýr Grétarsson hefur tekið við starfi viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs hjá ELKO. Sem slíkur leiðir hann fyrirtækjasölu ELKO og áframhaldandi þróun á þjónustu sviðsins. 5.5.2025 10:09
Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. 4.5.2025 22:02