Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel. 17.12.2025 20:08
Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Ragnhildur Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Ragnhildur hafi síðustu ár starfað sem skrifstofu- og mannauðsstjóri Biskupsstofu. 17.12.2025 18:38
Grunaður um manndráp á Kársnesi Karlmaður sem er í haldi lögreglu vegna mannsláts á Kársnesi í Kópavogi er grunaður um að hafa drepið mann sem fannst látinn á heimili sínu í bænum þann 30. nóvember. Lögregla óskaði fyrr í dag eftir myndefni sem vegfarendur kunna að búa yfir úr hverfinu föstudaginn 28. nóvember frá 18:00 til miðnættis. 17.12.2025 17:50
Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Nick Reiner hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína þau Rob og Michele Reiner. Þetta tilkynnti héraðssaksóknarinn Nathan Hochman í Los Angeles borg á blaðamannafundi nú í kvöld en Nick er talinn hafa notað hníf til verksins. 16.12.2025 21:56
Enginn Óskar til Íslands 2026 Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda. 16.12.2025 21:23
Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sannkölluð útsýnisperla, tveggja hæða raðhús við Einarsnes í Reykjavík er nú á sölu. Frá stofum og svölum er útsýni út á sjóinn að Reykjanesi, Snæfellsjökli, að Hallgrímskirkju og víðar. 16.12.2025 20:30
„Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata, Vinstri græn og Sósíalista nú til þess að gera tómar skeljar. Meira sóknarfæri væri í því fyrir frambjóðendur flokkanna að sameinast og stofna nýjan flokk í stað þess að bjóða fram sameiginlegan lista en augljóst sé að miklar væringar séu nú á ytri vinstrivæng íslenskra stjórnmála. 16.12.2025 19:23
Þingmaður selur húsið Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum. 16.12.2025 17:15
Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Theodóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Viðreisnar í Kópavogi hyggst ekki bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum 2026. Hún segist þakklát fyrir undanfarin tólf ár í sveitarstjórn en segist nú vilja eyða meiri tíma með barnabörnunum. 16.12.2025 16:01
Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem ber titilinn Ungfrú Ísland lýsir því nú yfir að hún hafi rofið öll tengsl við keppnina og muni ekki tengjast henni á neinn máta frá og með deginum í dag. Hún segir að hún hafi verið skráð úr keppni í Taílandi í hennar óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum. 15.12.2025 23:31