Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðvegs og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 8.1.2026 10:47
Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju. 8.1.2026 10:18
„Málið er að ástandið fer versnandi“ Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi. 8.1.2026 06:41
Árekstur á Álftanesvegi Tveir fólksbílar skullu saman í árekstri á Álftanesvegi í Garðabæ nú síðdegis. Miklar umferðartafir eru á svæðinu á meðan viðbragsaðilar athafna sig. 7.1.2026 16:49
Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd. 7.1.2026 13:27
Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. 7.1.2026 11:16
Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm á Suðausturlandi í kvöld og klukkan 22:00 á Suðurlandi. 7.1.2026 10:16
Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Viðskiptavinir Sambíóanna borga nú 120 krónur aukalega panti þeir bíómiða í gegnum vefsíðu bíóhúsanna. Gjaldið er nefnt úrvinnslugjald en framkvæmdastjóri segir gjaldinu ætlað að koma til móts við aukinn kostnað meðal annars vegna reksturs og viðhalds miðasölukerfa. Það geri Sambíóunum kleyft að halda miðaverði stöðugu. 7.1.2026 07:02
Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Hildur Björnsdóttir verður áfram oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum 16. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 6.1.2026 16:43
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. 6.1.2026 15:36