Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríki mis­skilningur um hegðun heimilis­lausra

Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja.

Foráttu­veður í kortunum

Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið.

Treystir á að Norður­ál borgi

Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. 

Af­hjúpi hættu­leg við­horf til ís­lenskra fjöl­miðla

Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.

Upp­lifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis

Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega.

Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum

Tilfellum þar sem fólk fellur fyrir svikastarfsemi fer fjölgandi að sögn forstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sveitinni hefur undanfarnar tvær vikur borist fjöldi tilkynninga um svokallaðar vefveiðar auk svika í gegnum símtöl þar sem óprúttnir aðilar beita fyrir sig íslenskum númerum.

Jafn­gildi upp­gjöf fyrir Úkraínu­menn

Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu.

Stað­setning flugeldanna endur­skoðuð vegna drengsins

Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt.

Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Lands­virkjunar

Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér.

Sjá meira