Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tjáir sig í fyrsta sinn um bróðurmissinn

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere segir að hún muni aldrei jafna sig á því að hafa misst bróður sinn Jansen Pattiere. Hann lést í febrúar á síðasta ári einungis 28 ára gamall.

Kynntu dag­skrá RIFF 2024

Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október.

Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný

Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta.

Mis­tök að eyða ekki meiri tíma með börnunum

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum.

Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst.

Okkar eigið Ís­land: Skelltu sér í slímuga laug

Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana.

„Það spurði þig enginn“

Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig.

Mætt aftur til vinnu

Katrín Middleton prinsessan af Wales er mætt aftur til vinnu. Katrín birti nýverið tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa lokið krabbameinsmeðferð.

Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez

Ben Affleck gat ekki haldið höndum sínum út af fyrir sig og lét Jennifer Lopez ekki í friði þegar þau hittust um helgina í bröns í Beverly Hills í Kaliforníu. Þá sáust þau leiðast og kyssa hvert annað, allt þrátt fyrir að standa nú í miðjum skilnaði.

Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann

Hann þolir ekki óheiðarleika en segir þó flesta vera ágæta. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Brynjars Níelssonar og kynntist mýkri hliðinni hjá alþingismanninum fyrrverandi.

Sjá meira