Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Ungir sjálf­stæðis­menn gefa út vand­ræða­legt fjölskyldudagatal

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson.

Björg býður ungliðum til fundar

Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. 

Deildar meiningar um tölvu­póst sem ó­vart var sendur á alla í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið.

Pollróleg þó starfs­á­ætlun þingsins hafi verið felld úr gildi

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel.

Ragn­hildur nýr fram­kvæmda­stjóri Píeta sam­takanna

Ragnhildur Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Ragnhildur hafi síðustu ár starfað sem skrifstofu- og mannauðsstjóri Biskupsstofu.

Grunaður um mann­dráp á Kársnesi

Karlmaður sem er í haldi lögreglu vegna mannsláts á Kársnesi í Kópavogi er grunaður um að hafa drepið mann sem fannst látinn á heimili sínu í bænum þann 30. nóvember. Lögregla óskaði fyrr í dag eftir myndefni sem vegfarendur kunna að búa yfir úr hverfinu föstudaginn 28. nóvember frá 18:00 til miðnættis.

Nick Reiner á­kærður fyrir að myrða for­eldra sína

Nick Reiner hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína þau Rob og Michele Reiner. Þetta tilkynnti héraðssaksóknarinn Nathan Hochman í Los Angeles borg á blaðamannafundi nú í kvöld en Nick er talinn hafa notað hníf til verksins.

Enginn Óskar til Ís­lands 2026

Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda.

Sjá meira