Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig á hverjum degi Hinn níu ára gamli Aron Gauti Arnarsson er með fjórlömun, sem er tegund af Cerebral Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar barna. Móðir hans segist hafa mikla trú á íslenskum leikjaiðnaði og veðjar á að lausnir á því sviði muni koma til með að bæta líf barna með fötlun til muna. 11.5.2022 13:17
„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. 10.5.2022 16:59
Reynt að koma á sáttum í Flensborg Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. 10.5.2022 12:49
Nick Cave missir annan son Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. 9.5.2022 17:12
Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. 9.5.2022 13:08
Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. 8.5.2022 15:36
Óvæntir tónleikar með Bono og The Edge í Kænugarði Írska rokkstjörnurnar Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 gerðu sér lítið fyrir og tróðu upp í neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði í dag. 8.5.2022 14:44
„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8.5.2022 14:07
Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. 8.5.2022 12:15
Chrishell Stause fann ástina á ný „Undanfarið hef ég varið miklum tíma með manneskju sem er mér afar kær.“ þetta sagði fasteignasalinn Chrishell Stause í lokaþætti Selling Sunset sem er raunveruleikaþáttur um líf og störf fasteignasalanna hjá The Oppenheim Group í Los Angeles. 8.5.2022 09:44