„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. 13.6.2023 22:53
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13.6.2023 13:02
Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. 12.6.2023 19:30
Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. 12.6.2023 13:13
Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa. 6.6.2023 22:51
„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. 6.6.2023 11:52
Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. 5.6.2023 17:49
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2.6.2023 12:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við föður stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega. Faðirinn segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. 2.6.2023 11:32
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2.6.2023 07:13