Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. 29.6.2023 14:27
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26.6.2023 16:42
„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26.6.2023 15:21
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21.6.2023 22:48
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21.6.2023 21:15
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21.6.2023 12:37
Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist tekjulágum ekki neitt Formaður samtaka leigjenda segir að með hlutdeildarlánum skapi ríkið sér tekjur inn í framtíðina og viðhaldi um leið háu fasteignaverði. Almenningur sé blekktur með kerfi sem gagnist lágtekjufólki ekki neitt. 21.6.2023 00:00
Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. 20.6.2023 22:57
„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. 19.6.2023 20:00
Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. 16.6.2023 22:29