Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skoðar rót­tækar breytingar á vaxta­bóta­kerfinu

Fjármálaráðherra skoðar nú gera róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann og OECD hafi lengi haft margt við kerfið að athuga á liðnum árum og því sé tilefni til að endurskoða það í heild.

Bauð öllum bæjar­búum í matar­boð

Íbúi á Akranesi tók sig til í kvöld og hélt opið matarboð þar sem allir bæjarbúar voru boðnir velkomnir. Stefnan er sett á að halda slíkt matarboð mánaðarlega og gestgjafinn leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk setjist niður og borði saman.

Halda and­litinu í skólanum en hrynja niður heima

Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör.

Flótta­menn tóku for­skot á stóra plokkdaginn

Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn.

Að ó­breyttu endi málið með lögsóknum

Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Hafa sterkar skoðanir á hrókeringum og nýrri ríkis­stjórn

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar fór fram í morgun. Þjóðin hefur eitt og annað við breytingarnar að athuga og flestir sem fréttastofa ræddi við voru ófeimnir við að segja sína skoðun á málunum.

Málið sé af­greitt og þar við sitji

Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji.

„Þetta stappar nærri spillingu“

Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá.

Sjá meira