Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sultuslakir stranda­glópar eftir heilsuferð til Split

Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu.

Sakar rit­höfunda um að vilja forðast um­ræðuna

Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin.

Djúp­stæð von­brigði þegar margra eigna keðjur slitna

Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo!

Skýrt að Ís­land sé ekki griða­staður stríðsglæpamanna

Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum.

Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar

Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar.

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Sjá meira