Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. 26.6.2025 23:34
Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Ungmenni á Akureyri eru gáttuð á samráðsleysi bæjarstjórnar vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðva í bænum. Fulltrúi ungmennaráðs Akureyrar segir breytingunum fylgja mikil óvissa og óttast um afdrif félagsmiðstöðva í bænum. 25.6.2025 22:02
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. 25.6.2025 19:27
Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Aðeins þriðjungur hægri manna upplifir fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem óháðan en árið 2022 var helmingur hægri manna þeirrar skoðunar. Sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd segir merki um að Íslendingar séu í auknum mæli að velja sér fjölmiðla eftir pólitískum skoðunum. 19.6.2025 22:41
Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. 11.6.2025 19:48
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11.6.2025 13:32
„Fráleitt“ að halda að ríkisstjórnin bakki með veiðigjaldafrumvarpið Atvinnuvegaráðherra sér alls ekki fyrir sér að veiðigjaldafrumvarpið verði á samningaborði þingflokkanna um þinglok og að það væri fráleitt að halda að ríkisstjórnin bakkaði með frumvarp sem hún standi öll á bakvið. Það fari í gegn fyrir sumarfrí. 10.6.2025 19:21
Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. 10.6.2025 13:52
„Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta. 5.6.2025 12:01
Hefur metnað til að leiða flokkinn þrátt fyrir slæmt gengi Formaður Framsóknarflokksins segist hafa metnað til að leiða flokkinn áfram. Það kæmi stjórnmálafræðiprófessor þó ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í flokknum á kjörtímabilinu. Framsókn fékk í gær sína lélegustu mælingu í Þjóðarpúlsi Gallup frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka. 3.6.2025 13:33