Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rann­sóknar- og nýtingarrétt í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Vil­hjálmur Hilmars­son nýr hag­fræðingur Visku

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku.

Notkun á TikTok og Snapchat dregst saman hjá níu til tólf ára börnum

Hlutfall barna á aldrinum 9 til 12 ára sem nota samfélagsmiðlana TikTok og Snapchat lækkar töluvert frá árinu 2021. Youtube er algengasti samfélagsmiðillinn sem nemendur í 4. til 7. bekk nota en Google og Roblox koma þar á eftir. 99 prósent framhaldsskólanema eiga sinn eigin farsíma.

Appel­sínu­gular og gular við­varanir enn í gildi

Veðrið sem gengið hefur yfir landið er enn að setja strik í reikninginn hjá mörgum en gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, á Norðurlandi eystra, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Enn á síðan að bæta í vindinn og síðdegis verða komnar appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum um tíma og á Norðurlandi vestra þar sem spáin gerir ráð fyrir hvassviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu. Á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa og Breiðafirði taka gul­ar viðvar­an­ir gildi síðdegis til klukkan þrjú í nótt.

Búinn að vera með suð í eyranu í rúm þrjá­tíu ár

Maður sem hefur glímt við þrálátt hátíðnihljóð í áratugi hefur leitað lausna við vandamálinu um allan heim. Hann segir það hafa mikil áhrif á lífsgæði og þegar hljóðið sé sem verst verði hann líkamlega veikur. 

Vegum lokað vegna veðurs

Hringveginum um Öxnadalsheiði auk Mývatns- og Möðrudalsöræfa verður lokað í kvöld vegna veðurs. Eins er líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um um allt land.

Blá­kaldur veru­leiki blasir við Helgu Þórisdóttur

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. 

„Allt of snemmt að af­skrifa Grinda­vík“

Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 

Sjá meira