„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17.2.2023 18:48
„Brjálæðislega dýr bjór“ bitni á ferðaþjónustunni og tekjulágum Enn og aftur hefur Íslandi tekist að bæta Evrópumetið í áfengissköttum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir hækkunina harðlega. Hún bitni á ferðaþjónustunni og þeim sem hafa minnst á milli handanna. 17.2.2023 15:41
Allt að 366 prósenta munur í verðkönnun ASÍ Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. 17.2.2023 14:30
Myndi aldrei ná að þrífa jafnmörg herbergi sjálfur Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir að frestun verkfalla hafi afstýrt hættuástandi hér á landi. Hann bindur vonir við að það leysist úr kjaradeilunni um helgina en býr sig þó undir það versta. 17.2.2023 11:17
Ekki bara samviskan sem mun stöðva bensínþyrstan almenning Tvær bensínstöðvar Orkunnar eru nú lokaðar almenningi vegna verkfallsins. Forstjóri Orkunnar segir þó að nóg eldsneyti sé til sem stendur og hvetur almenning til að halda ró sinni. 16.2.2023 15:50
„Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. 16.2.2023 14:00
Áður óséð myndefni af Titanic Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Myndefnið var tekið upp árið 1986, einungis ári eftir að staðsetning skipsflaksins fannst. Meirihluti myndefnisins hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. 16.2.2023 13:10
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16.2.2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15.2.2023 21:10
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15.2.2023 16:07