Fékk hjálp úr óvæntri átt í miðjum skilnaði Leikkonan Natalie Portman skildi við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied í mars á þessu ári. Hún segir að tónlistar- og athafnakonan Rihanna hafi hjálpað henni í skilnaðinum þegar þær hittust í upphafi árs. 16.7.2024 12:06
Lengi lifir í gömlum glæðum Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. 16.7.2024 09:52
Hefur ekki hitt öll 26 systkini sín Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt. 22.6.2024 09:31
Danadrottning klæddi af sér kuldann með íslenskri hönnun Dönsku konungshjónin sendu í dag kveðju á grænlensku þjóðina í tilefni þjóðhátíðardags Grænlands sem haldinn er hátíðlegur í dag. Með kveðjunni fylgdu myndir af konungshjónunum sem teknar voru á Grænlandi. Þar klæddist María Danadrottning íslenskri hönnun. 21.6.2024 13:12
Tuttugu og sex pör „ganga í það óheilaga“ á einu bretti Tuttugu og sex pör munu ganga í hjónaband á einu bretti í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Veraldlega lífskoðunarfélagið Siðmennt sér um hjónavígslurnar sem eru ókeypis í tilefni alþjóðlegs dags húmanista sem fagnað er á sumarsólstöðum. 21.6.2024 11:50
Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. 21.6.2024 10:17
Beðnir um að loka gluggum vegna býflugna í milljónatali Fimm milljónir býflugna sluppu úr búrum sínum í gær þegar bíll sem var að flytja þær rann til á veginum í kanadísku borginni Burlington. Bílstjórar voru beðnir um að loka gluggum sínum og gangandi vegfarendur voru varaðir við. 31.8.2023 22:14
„Hvaða ráðherra notar símaveski?“ Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma. 31.8.2023 21:43
Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. 31.8.2023 20:38
Tapið minna og sölutekjur meiri en í fyrra Tap íslenska líftæknilyfjafélagsins Alvotech á fyrri helmingi þessa árs nemur 86,9 milljónum dollara, það samsvarar rúmum ellefu milljörðum í íslenskum krónum. Það er talsvert minna tap en á síðasta ári þegar tapið var 184,5 milljónir dollara. Þá voru sölutekjur félagsins næstum sexfalt meiri í ár en í fyrra. 30.8.2023 22:12
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent