Hlýtt í veðri í dag Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað. 2.7.2022 08:16
Sjö handteknir fyrir að aka undir áhrifum og einn reyndi að flýja Lögreglan sinnti nokrum verkefnum á kvöldvaktinni í gær en þar fór mikið fyrir ökumönnum sem voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. Þá áttu sér stað sjö umferðaróhöpp og þrír gistu fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 2.7.2022 07:43
Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ 1.7.2022 15:59
Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. 1.7.2022 14:10
Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. 1.7.2022 12:29
Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. 1.7.2022 11:20
Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum. 1.7.2022 10:00
Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans. 30.6.2022 17:20
Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað. 30.6.2022 15:23
Sykurpúðakók með vatnsmelónu- og jarðarberjabragði Coca-Cola kynnir til leiks nýja útgáfu af hinum sígilda drykk, nú með vatnsmelónu- og jarðarberjabragði. Þessi nýja bragðtegund er unnin í samvinnu við raftónlistarmanninn Marshmello og kemur út í takmörkuðu upplagi. 30.6.2022 14:08