Bossar og brjóst á öld unaðar Fjórða plata tónlistarkonunnar Janelle Monáe, The Age of Pleasure, kemur út á morgun. Monáe hefur vakið athygli undanfarna mánuði í aðdraganda útgáfunnar vegna hispursleysis í fjölmiðlum, nektar á almannafæri og kynferðislegra tónlistarmyndbanda. 8.6.2023 07:01
Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7.6.2023 18:20
Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. 7.6.2023 17:00
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7.6.2023 14:03
Shakira fer úr boltanum í formúluna Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elskhuga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami. 7.6.2023 12:29
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7.6.2023 10:41
Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. 4.6.2023 14:34
Icelandair hefur samstarf við Turkish Airlines Icelandair og Turkish Airlines undirrituðu í morgun samstarfssamning sem felst í því flugfélögin munu geta boðið viðskiptavinum sínum tengingar á milli leiðakerfa sinna og þannig aukið úrval tengimöguleika. 4.6.2023 11:32
Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. 4.6.2023 09:41
Fimm bílar eyðilögðust í bruna í Engihjalla Íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að það kviknaði í fimm bílum á bílastæði við íbúðablokk í Engihjalla í Kópavogi í nótt. 4.6.2023 08:31
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent