Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kraumandi for­dómar gegn hin­segin ­fólki komnir upp á yfir­borðið

Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku.

Í­kornum verði út­rýmt með getnaðar­vörnum

Áætlun um að nota getnaðarvarnir til að ná stjórn á íbúafjölda gráíkorna á Stóra-Bretlandi miðar vel áfram og gæti hafist innan skamms. Markmið áætlunarinnar er að útrýma gráíkornum landsins án þess að drepa þá en gráíkornar eru mikil plága og hafa valdið miklum skaða á vistkerfum og stofni rauðíkorna þar í landi.

Sveitar­stjóri fái að fara suður aðra hverja viku

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi.

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Tak­­marka eigi lausa­­göngu katta til að hlífa fuglum

Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu.

Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“

Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess.

Tarantino segir Gurru grís vera bestu út­flutnings­vöru Breta

Quentin Tarantino, kvikmyndaleikstjóri, hefur horft mikið á teiknimyndaþættina Gurru grís með tveggja ára syni sínum, Leo. Tarantino nýtur þáttanna ekki síður en sonurinn og sagði nýlega að Gurra grís væri „besta útflutningsvara Breta á þessum áratugi.“

Fundu mögu­legar sprengjur heima hjá bana­manni Abe

Mögulegt sprengjuefni fannst við leit lögreglunnar í íbúð hins 41 árs gamla Tetsuya Yamagami sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, til bana í nótt. Abe var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar en lést af sárum sínum nokkrum tímum síðar.

Sjá meira