Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég finn fyrir miklum kvíða“

Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti.

„Við erum komin inn á eld­gosa­tíma­bil“

Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut.

„Það var ekki leið­toga­fundur í Nettó“

Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesi með nýjustu tíðindi af jarðhræringunum þar. Þótt flestir íbúar Grindavíkur séu orðnir vanir jarðskjálftum og eldgosum leggjast skjálftarnir misjafnlega í fólk. Við heyrum í konu sem er búin að fá alveg nóg.

Vaktin: Beðið eftir eldgosi

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir

Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða.

Fer frá Barbie til Narníu

Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum.

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“

Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum.

Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum

Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir.

Sjá meira