Kröftugir skjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir um hálf tólf Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,7 og 4,8 riðu yfir með hálfrar mínútu millibili um hálf tólf. Samkvæmt sjálfvirku mælingakerfi Veðurstofunnar voru þeir báðir á um kílómetra dýpi og átti sá minni upptök sín 19,5 kílómetra austsuðaustur af Laka og sá stærri 4,8 kílómetra norður af Krýsvík. 1.8.2022 23:14
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1.8.2022 22:54
Þyrluflugstjóri kominn aftur til vinnu þótt rannsókn lögreglu standi enn yfir Þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni sem var sendur í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot sneri aftur til starfa í dag þrátt fyrir að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Að sögn Landhelgisgæslunnar er mannekla ástæðan fyrir endurkomu mannsins. 1.8.2022 20:41
Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið. 1.8.2022 20:05
„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. 1.8.2022 19:28
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1.8.2022 18:05
Vaknaði berrassaður úti í móa og tjaldið horfið Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af tveimur gestum Þjóðhátíðar sem höfðu ansi hreint ólíkar sögur að segja af fatnaði. Annar var klæddur í sitt fínasta púss en hinn rifjaði upp þegar hann vaknaði berrassaður úti í móa síðast þegar hann var á Þjóðhátíð. 1.8.2022 17:33
Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni. 1.8.2022 03:32
Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31.7.2022 23:43
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31.7.2022 22:56